Úthlutun Uppbyggingarsjóðs frestað vegna veðurs

Ákveðið hefur verið að fresta úthlutun úr Uppbyggingarsjóði Austurlands, sem fara átti fram á Eskifirði seinni partinn í dag, vegna slæmrar veðurspár.

Veðurstofa Íslands hefur gefið út gula viðvörun fyrir Austurland og Austfirði sem gildir frá klukkan 18 í kvöld til átta í fyrramálið.

Spáð er austan og norðaustan 13-20 m/s og mikilli snjókomu, en síðar slyddu eða rigningu nærri sjávarmáli. Færð á vegum spillist líklega, einkum á fjallvegum.

Af þessum orsökum var í morgun ákveðið að fresta úthlutuninni sem fara átti fram í Randulffs-sjóhúsi klukkan 16:30 í dag.

Umsóknarfrestur í sjóðinn rann út í byrjun árs og barst metfjöldi umsókna. Sótt var um styrki fyrir 126 verkefni, þarf af var 71 umsókn til verkefna á sviði menningarmála og 55 umsóknir um verkefni í nýsköpun og atvinnuþróun.

Heildarkostnaður verkefna var 560 milljónir en sótt var um styrki fyrir 193 milljónir.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.