Varað við hríð í fyrramálið

Veðurstofa Íslands hefur gefið út gula viðvörun vegna hríðarveðurs í fyrramálið fyrir Austurland að Glettingi og Austfirði.

Viðvörunin gildir frá klukkan fjögur í nótt til klukkan átta í fyrramálið á Austfjörðum en klukkustund lengur á Austurlandi.

Veðurspáin er hins vegar sú sama fyrir bæði spásvæði. Von er á vestan hvassviðri, 15-23 m/s og slyddu sem fellur sem snjókoma til fjalla. Á þessum tíma má búast við lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum.

Mynd: Landsbjörg

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.