Vinna hafin við að gegnumlýsa neysluvatn á Borgarfirði eystri í framtíðinni

Hafin er vinna af hálfu HEF-veitna að endurbæta vatnsveitu Borgarfjarðar eystri en þar hefur ítrekað orðið vart kólígerlamengunar undanfarin misseri. Óumflýjanlegt er að koma þar upp gegnumlýsingartæki.

Málið var reyfað á síðasta stjórnarfundi HEF-veitna en Borgfirðingar hafa orðið að sjóða allt sitt neysluvatn um tíma nokkrum sinnum undanfarið vegna mengunar sem gjarnan kemur fram í úrkomutíð.

Framkvæmdastjóri HEF-veitna, Aðalsteinn Þórhallsson, lýsti fyrir rúmu ári undrun manna á neysluvatnsmengun á staðnum enda var þá engum kunnugt um að slík mengun hefði áður komið upp í vatnsbóli Borgfirðinga. Á fundinum nú var það hins vegar viðurkennt að líkast til hefur mengun í neysluvatninu verið til staðar annars lagið um árabil án þess að vart hafi orðið.

Af þessum sökum er óumflýjanlegt að setja upp gegnumlýsingarbúnað sem drepur allar örverur sem komast í vatnið með útfjólubláu ljósi. Hafa starfsmenn HEF-veitna ásamt sérstökum ráðgjafa sett í gang greiningu á stækkunarþörf tækirýmis vatnsveitunnar vegna gegnumlýsingartækisins. Að auki þarf að endurhanna lagnir og annan búnað í umræddu rými.

Til að koma í veg fyrir ítrekaða mengun neysluvatns Borgfirðinga dugar ekki annað en nota ljósbúnað til að gegnumlýsa allt það vatn. Mynd Byggðastofnun/Kristján Þ. Halldórsson

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.