Átak gegn kattaplágu á Fljótsdalshéraði
Til stendur að ráðast í átak gegn óskráðum köttum í sveitarfélaginu Fljótsdalshéraði. Íbúar kvarta undan kattaplágu.
Til stendur að ráðast í átak gegn óskráðum köttum í sveitarfélaginu Fljótsdalshéraði. Íbúar kvarta undan kattaplágu.
Svandís Svavarsdóttir, umhverfisráðherra, vill skoða forsendur þess að forveri hennar í embætti snéri við úrskurði Skipulagsstofnunar og heimilaði byggingu Kárahnjúkavirkjunar á sínum tíma. Ráðherrann hefur áhyggjur af bæði lífríki og landbroti.
Samanlagt tap á rekstri Seyðisfjarðarkaupstaðar frá árinu 2002 nemur tæpum 680 milljónum króna. Skoðunarmenn segja það alvarlegt umhugsunarefni hversu fjarri áætlunum ársreikningur síðasta árs var. Ný lán eru tekin á hverju ári til að standa skil af eldri afborgunum.
Katrín Júlíusdóttir, iðnaðarráðherra, spáir því að 21. öldin verði öld endurnýtanlegra orkugjafa. Hún segir það ekki hins opinbera að velja einn orkugjafa fram yfir annan. Það verði markaðurinn að gera.
Almannavarnir í umdæmi lögreglustjórans á Eskifirði í samvinnu við almannavarnardeild Ríkislögreglustjóra standa á morgun, laugardaginn 17. september, fyrri hópslysaæfingu við Reyðarfjörð.
Stóriðjuskóli Fjarðaáls á Hrauni við Reyðarfjörð var settur í fyrsta sinn í morgun,. Þrjátíu manns, allt starfsfólk álversins, settust þá á skólabekk í kennslustofu álsversins í því skyni að afla sér fjölbreyttrar menntunar, sem bæði er ætlað að nýtast í störfum þeirra í álverinu en einnig til frekara náms síðar. Alls sóttu yfir áttatíu manns um skólavist, en meðal umsóknaskilyrða er að lágmarki þriggja ára starfsaldur hjá Fjarðaáli.
Fjölbreytni orkugjafa samgöngutækja eykst í framtíðinni. Þetta er mat Jóns Björns Skúlasonar, verkefnisstjóra hjá Grænu orkunni. Um alla Evrópu prófa menn sig áfram með mismunandi hvata fyrir bifreiðaeigendur til að skipta um orkugjafa.
Dr. Karen Meech, stjarnfræðingur við Stjarnlíffræðistofnunina við Hawaii háskólann og Dr. Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur við Edinborgarháskola, NASA Astrobiology Institute ásamt Breiðdalssetri, Breiðdalshreppi og Hótel Bláfelli standa fyrir vísindalegum vinnufundi á Breiðdalsvík þar sem tuttugu og þrír valinkunnir vísindamenn víðs vegar að úr heiminum leita svara við spurningunni um uppruna vatns á jörðinni.
Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra og fyrsti þingmaður Norðausturkjördæmis, segir slaginn um framtíð Norðfjarðarganga standa um hversu framarlega þau verði í nýrri samgönguáætlun sem tekin verði fyrir á þingi í haust. Þingmenn kjördæmisins séu sammála um að þau eigi að ganga fyrir öðrum framkvæmdum í kjördæminu.
Fyrirtækjaráðgjöf H.F. Verðbréfa hefur auglýst allt stofnfé Sparisjóðs Norðfjarðar til sölu. Áhugasamir fjárfestar hafa frest til loka septembermánaðar til að skila inn tilboðum.
Fjárhagsstaða Seyðisfjarðar verður rædd á íbúafundi sem bæjarstjórn kaupstaðarins hefur boðað til í kvöld. Úttektir um stöðuna verða kynntar á fundinum. Skuldir sveitarfélagsins nema 1,4 milljarði króna.
Urðun á almennu sorpi frá íbúum og fyrirtækjum á Fljótsdalshéraði, Seyðisfirði og í Fljótsdalshreppi hófst að nýju á Tjarnarlandi í Hjaltastaðaþinghá í vikunni.
Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.