Fréttir
Seyðfirðingar geta nú drukkið vatn úr krönunum á ný
Gengið hefur verið úr skugga um að neysluvatn Seyðfirðinga er nú vandræðalaust að drekka en staðfest er að vatnið er orðið laust við gerla og aðra hugsanlega mengun eftir að geislunartæki vatnsveitu bæjarins bilaði fyrir viku síðan. Síðan það gerðist hefur þurft að sjóða allt neysluvatn svo öruggt sé.