24. júlí 2023
Rausnarleg framlög björguðu skólaferðalagi elstu bekkja Brúarásskóla
Útlitið var heldur svart um tíma hjá níunda og tíunda bekk Brúarásskóla fyrr í vor þegar Niceair hætti skyndilega starfsemi en þá höfðu krakkarnir greitt fyrirtækinu rúmar 700 þúsund krónur vegna skólaferðalags til Danmerkur sem ekki fékkst endurgreitt. Fyrir tilstuðlan góðra aðila tókst þó að safna saman stærstum hluta fjársins á skömmum tíma svo krakkarnir komust í sína ferð þrátt fyrir allt.