28. september 2022
Forseti Íslands heiðrar gesti á Tæknidegi fjölskyldunnar í Neskaupstað
„Það er búið að vera í gangi nýsköpunarverkefni í samvinnu við Matís um hvernig vinna megi úr þangi og þara og sjálfur forseti Íslands ætlar að veita þeim krökkum verðlaun sem þar standa sig best,“ segir Birgir Jónsson, gæða- og verkefnisstjóri hjá Verkmenntaskóla Austurlands.