03. október 2022 Fæðingardeildin í Neskaupstað lokuð í tæpa viku Sökum skorts á svæfingarlækni verður að grípa til þess ráðs að loka fæðingardeildinni á Fjórðungssjúkrahúsinu í Neskaupstað frá og með kvöldinu og fram til næstkomandi laugardags.
03. október 2022 Sótt um 16 milljónir úr menningarsjóð en aðeins tæpar tvær aflögu hjá Múlaþingi Alls sóttu 20 einstaklingar og stofnanir um sextán milljóna króna styrk úr seinni úthlutun sérstaks Menningarstyrks Múlaþings en slíkir styrkir eru veittir tvívegis árlega. Til úthlutunar voru tæpar tvær milljónir króna
03. október 2022 „Lystigarðurinn stendur ekki lengur undir nafni“ „Garðurinn hefur ávallt verið vinsæll meðal bæjarbúa og þar farið fram afmæli og jafnvel brúðkaupsveislur en nú er bara svo komið að hann stendur alls ekki undir nafni sem lystigarður á nokkurn hátt,“ segir Helga Magnea Steinsson, sem situr í lystigarðsnefnd kvenfélagsins Nönnu í Neskaupstað.
Fréttir Þaraplast bar af í Nýsköpunarkeppni grunnskólanna í Fjarðabyggð Verkefnið Þaraplast fékk verðlaun sem besta verkefnið í Nýsköpunarkeppni grunnskólanna í Fjarðabyggð um helgina en það var sjálfur forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson sem verðlaunin veitti á Tæknidegi fjölskyldunnar í Verkmenntaskóla Austurlands.
Fréttir Sjá fyrir endann á töfum við byggingu nýja leikskólans í Fellabæ „Við hefðum náð að klára þetta mun fyrr ef ekki hefðu komið til miklar tafir á hurðunum sem í húsið fara en við vorum bara að fá þær til okkar núna eftir langa bið,“ segir Tómas Bragi Friðjónsson, sem stýrir framkvæmdum við nýjan glæsilegan leikskóla í Fellabæ.