13. janúar 2022
Samþykkt að leita leiða til að bæta vetrarþjónustu í Múlaþingi
„Ég hef það eftir akstursaðila á Fjarðarheiðinni að þjónustan hefur þar versnað og það er ekki í samræmi við það sem var búið að tala um þegar við vorum að vinna að þessari sameiningu hér í Múlaþingi,“segir Hildur Þórisdóttir, sveitarstjórnarmaður, en samþykkt var á fundi sveitarfélagsins í vikunni að leita leiða til að endurskoða og bæta vetrarþjónustu á vegum.