Fréttir
Sýnataka á Djúpavogi á morgun
COVID smit eru nú mjög dreifð á Austurlandi að því er segir í tilkynningu frá aðgerðarstjórn almannavarna á Austurlandi. Sýnataka er boðuð á morgun á Djúpavogi. Á sunnudag verður opnað fyrir sýnatöku á Egilsstöðum og Vopnafirði.