10. janúar 2022
Gauti gefur ekki kost á sér í vor
"Nú þegar nýtt ár er gengið í garð og styttist í sveitarstjórnarkosningar tel ég tímabært að upplýsa að ég hyggst ekki gefa kost á mér til setu í sveitarstjórn nú í vor," segir Gauti Jóhannesson forseti sveitarstjórnar Múlaþings í færslu á Facebook síðu sinni.