„Við erum að verða grænni, vænni og betri“

Þetta gekk heldur betur vel, við fengum rosalega góð viðbrögð á Facebook og fólk hefur verið duglegt að taka þátt, með því að gefa okkur efni, sauma poka eða þá að taka upp plastpokalausan lífsstíl,“ segir Anna Guðbjörg Sigmarsdóttir sem er í forsvari fyrir sjálfboðaliðaverkefnið „Plastpokalaus Seyðisfjörður“.

Lesa meira

Ekkert að því að dorga af bryggjum í Norðfirði

Lögreglan á Austurlandi hefur beðist afsökunar á hafa haft afskipti af fjölskyldu sem var að renna fyrir fisk innst í Norðfirði í gær og bannað henni að dorga. Móðir sem var þar með syni sínum segist fyrst hafa haldið að um grín væri að ræða.

Lesa meira

„Við setjum jafnréttismál á oddinn“

„Við höfum alltaf boðið konum heim þennan dag. Fyrst var það kannski ein leið til þess að fá konur til okkar og kynna þeim fyrirtækið og störfin. Í dag þegar fyrirtækið er orðið 10 ára og rótgróið erum við frekar að fagna þessum mikilvæga degi en við setjum jafnréttismálin á oddinn hjá okkur,“ segir Dagmar Ýr Stefánsdóttir, upplýsingafulltrúi Fjarðaáls, en fyrirtækið býður öllum konum í kaffi í dag í tilefni kvenréttindadagsins.

Lesa meira

Þriðja þáttaröð Fortitude staðfest

Pivot og Sky Atlantic munu framleiða þriðju þáttaröðina af Fortitude og munu tökur sem fyrr fara fram á Reyðarfirði og nágrenni. Þetta staðfestir Snorri Þórisson, eigandi Pegasus, sem er meðframleiðandi þáttaraðarinnar.

Lesa meira

Mikilvægt að skapa umræðuvettvang í fjölkjarna samfélagi

„Það skiptir öllu máli að vera í beinum tengslum við íbúa. Við erum fjölkjarna sveitarfélag þar sem t.d. 83 kílómetrar eru á milli Neskaupstaðar í norðri og Stöðvarfjarðar í suðri. Þess vegna er afar mikilvægt að boðið sé upp á aðgengilegan vettvang í öllum bæjarkjörnum sem gerir íbúum kleift að ræða það sem á þeim brennur,“ segir Páll Björgvin Guðmundsson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar, en hann mun næstu vikuna sækja fyrirtæki í sveitarfélaginu heim og bjóða starfsfólki til samtals.

Lesa meira

Óheppinn ökumaður og fíkniefnamál í Norrænu

Óheppinn ökumaður komst í klandur við bílastæðið við Selskóg þegar hann bakkaði bíl sínum ofan í ræsi þar við í hádeginu. Þrjú mál tengd fíkniefnum komu upp þegar Norræna kom til landsins í morgun.

Lesa meira

Hákon Ásgrímsson: Hélt ég væri að fara svara nokkrum spurningum

Reyðfirðingurinn Hákon Ásgrímsson hefur síðastliðna tvo vetur vakið nokkra athygli sem einn af þremur liðsmönnum Fjarðabyggðar í spurningakeppninni Útsvari. Eina reynsla Hákons af spurningakeppnum áður en hann fór í Útsvarið var einn vetur í Gettu betur með Menntaskólanum á Akureyri fyrir um 30 árum.

Lesa meira

Slóvakísk fyrirmenni á ríkisþotu til kirkjuvígslu

Þrír slóvakískir ráðherrar, þeirra á meðal forsætisráðherrann Robert Fico, komu með þotu slóvakíska ríkisins til Egilsstaða á laugardagsmorgun til að vera viðstaddir vígslu kaþólsku kirkjunnar á Reyðarfirði. Ráðherrarnir funduðu með starfsbræðrum sínum í Reykjavík daginn áður.

Lesa meira

Fjórar þotur lentu á Egilsstöðum

Fjórar þotur á vegum íslenskra flugfélaga lentu á Egilsstöðum um miðnætti í gærkvöldi. Ekki var talið hægt að lenda í Keflavík vegna skyggnis en mikil þoka lá yfir vellinum í dag.

Lesa meira

„Við ætlum að halda áfram á þessari braut“

„Það er í okkar höndum að búa börnunum umhverfi og þekkingu sem hvetur þau til heilsusamlegra ákvarðana er verða hluti af lífsstíl þeirra til framtíðar,“ segir Sandra Konráðsdóttir, leikskólastjóri í Brekkubæ á Vopnafirði, en skólinn hlaut titilinn heilsuskóli fyrir stuttu.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.