Fljótsdalshérað: Betri afkoma en reiknað var með

Afkoma af rekstri sveitarfélagsins Fljótsdalshéraðs árið 2016 var jákvæð um 256 milljónir. Tekjur sveitarfélagsins voru hærri en áætlaðar var og bæjarstjóri segir áhugaverða vaxtarsprota í atvinnulífinu.

Lesa meira

„Ætlum að færa okkur enn lengra inn í japanska eldhúsið“

„Já, við erum frekar hissa en umfram allt mjög stolt og ánægð að hafa ratað aftur á listann en það er alls ekkert sjálfgefið. Fyrst og fremst er þetta þó staðfesting á því að við erum að gera góða hluti og óvanalegt að svo nýr veitingastaður nái þangað, sem þar að auki er aðeins með sumarstarfsemi,“ segir Davíð Kristinsson, einn eigandi Norð Austur - Sushi & Bar á Seyðisfirði, sem komst annað árið í röð á lista White Guide-handbókarinnar.

Lesa meira

Ögrun er fyrir alla

„Ég hef lengi gengið með þá hugmynd í maganum að reyna að finna einhverja leið til að auglýsa og fá fólk til að heimsækja okkur á Vopnafjörð og sjá hversu fjölbreytta og skemmtilega nátturu fjörðurinn býður uppá,“ segir Bjarney Guðrún Jónsdóttir, en hún stendur fyrir útivistarratleiknum Ögrun á Vopnafirði í næstu viku.

Lesa meira

„Tímabært að það sé einn lendingarvefur“

„Með þessu móti verður bæði hægt að fræðast um ný og spennandi störf auk þess að kynna sér hvernig mannlífið og staðirnir eru utan vinnutíma,“ segir María Hjálmarsdóttir, verkefnastjóri hjá Austurbrú, en nú er hægt að skoða öll auglýst störf á Austurlandi á vefnum Austurland.is

Lesa meira

„Aðsóknin miklu meiri en okkur óraði fyrir“

„Þetta var bara lítið fræ sem varð svo allt í einu risastórt,“ segir Hákon Hildibrand, frumkvöðull verkefnisins Neskaupstaður - Art Attack 2017, sem hlaut hæsta styrkinn í fyrri úthlutun ársins úr menningar- og viðurkenningasjóði SÚN.

Lesa meira

Ráðherra bindur vonir við flug milli Keflavíkur og Egilsstaða

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, vonast til að góð reynsla af áætlunarflugi milli Akureyrar og Keflavíkur verði til þess að opna tækifæri víðar á landinu, meðal annars í gegnum Egilsstaði.

Lesa meira

Skemmtiferðaskipin koma í stað fiskiskipanna

Von er á um tæplega tíu þúsund farþegum með 26 skemmtiferðaskipum til Djúpavogs. Tölurnar eru dæmi um vaxandi fjölda ferðamanna. Á sama tíma hefur afli í höfninni dregist saman.

Lesa meira

Viðbótarfjármagn til Skaftfells

Rekstur menningarmiðstöðvarinnar Skaftfells á Seyðisfirði á að vera tryggður út árið eftir að menntamálaráðuneytið veitti viðbótarframlagi til starfseminnar í ár.

Lesa meira

Vonast til að filterinn auki athygli á Fjarðabyggð

„Ég hafði heyrt ungmennin tala mikið um þörfina á að búa til geofilter fyrir Fjarðabyggð. Hugmyndin um þessa samkeppni kom svo upp og er nú að verða að veruleika en Ungmennaráð Fjarðabyggðar vill flottan Fjarðabyggðar-geofilter,“ segir Bjarki Bjarki Ármann Oddsson, íþrótta- og tómstundafulltrúi Fjarðabyggðar, en Ungmennaráð Fjarðabyggðar stendur fyrir samkeppni um „SnapChat geofilter“ fyrir Fjarðabyggð.

Lesa meira

„Það er frábær helgi framundan“

„Sjómannadagshelgin er stærsta helgi sumarsins á Eskifirði og mikið um að vera,“ segir Kristinn Þór Jónasson, formaður sjómannadagsráðs Eskifjarðar.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.