Vonast til að filterinn auki athygli á Fjarðabyggð

„Ég hafði heyrt ungmennin tala mikið um þörfina á að búa til geofilter fyrir Fjarðabyggð. Hugmyndin um þessa samkeppni kom svo upp og er nú að verða að veruleika en Ungmennaráð Fjarðabyggðar vill flottan Fjarðabyggðar-geofilter,“ segir Bjarki Bjarki Ármann Oddsson, íþrótta- og tómstundafulltrúi Fjarðabyggðar, en Ungmennaráð Fjarðabyggðar stendur fyrir samkeppni um „SnapChat geofilter“ fyrir Fjarðabyggð.

Lesa meira

„Það er frábær helgi framundan“

„Sjómannadagshelgin er stærsta helgi sumarsins á Eskifirði og mikið um að vera,“ segir Kristinn Þór Jónasson, formaður sjómannadagsráðs Eskifjarðar.

Lesa meira

„Við viljum gera vel við barnafjölskyldur“

„Við ákváðum að lækka þessa vöruflokka, því ef á að gera vel við einhverja þá eru það barnafjölskyldur,“ segir Nikulás Árnason, rekstrarstjóri verslunarinnar Kauptúns á Vopnafirði, en verslunin hefur stórlækkað verð á barnavörum.

Lesa meira

Byggir dagskrána upp út frá þátttöku gesta

„Það verður rosalega mikið um að vera og þetta verður virkilega skemmtilegt. Dagskráin er afar fjölbreytt og allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi,“ segir Elísabet Reynisdóttir, skipuleggjandi Vopnaskaks sem hefst með Bustarfellsdeginum þann 18. júní og stendur sleitulaust til sunnudagsins 25. júní.

Lesa meira

„Ætlum að færa okkur enn lengra inn í japanska eldhúsið“

„Já, við erum frekar hissa en umfram allt mjög stolt og ánægð að hafa ratað aftur á listann en það er alls ekkert sjálfgefið. Fyrst og fremst er þetta þó staðfesting á því að við erum að gera góða hluti og óvanalegt að svo nýr veitingastaður nái þangað, sem þar að auki er aðeins með sumarstarfsemi,“ segir Davíð Kristinsson, einn eigandi Norð Austur - Sushi & Bar á Seyðisfirði, sem komst annað árið í röð á lista White Guide-handbókarinnar.

Lesa meira

Farþegarnir komnir austur

Þeir 40 fjörutíu farþegar sem áttu bókað flug austur í Egilsstaði í morgun en þurftu að lenda á Akureyri vegna bilunar í vel Air Iceland Connect eru komnir a áfangastað.

Lesa meira

Charisma verður nýr Jón Kjartansson

Eskja hf. tilkynnti í gærkvöldi um að fyrirtækið hefði gengið frá kaupum á nýju uppsjávarveiðiskipi, Charismu frá Lerwick á Hjaltlandseyjum. Hún kemur í stað Jóns Kjartanssonar.

Lesa meira

Vill nýta eldmóðinn í verkefnið

„Nú þarf bara að nýta eldmóðinn sem skapaðist í gær og ég vona að bæjarbúar taki þátt í verkefinu, ég nenni ekki að sitja uppi með 30 metra af efni og sauma allt sjálf,“ segir Oddý Björk Daníelsdóttir, en mikill áhugi er fyrir því að gera Seyðisfjörð að plastpokalausu samfélagi.

Lesa meira

Ráðherra bindur vonir við flug milli Keflavíkur og Egilsstaða

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, vonast til að góð reynsla af áætlunarflugi milli Akureyrar og Keflavíkur verði til þess að opna tækifæri víðar á landinu, meðal annars í gegnum Egilsstaði.

Lesa meira

„Kannski eigum við eftir að koma einhverjum á óvart“

„Mér líst afar vel á þetta nýja starf, ekki síst vegna þess að sjávarútvegurinn í dag er gríðarlega spennandi grein,“ segir Stöðfirðingurinn Svavar Hávarðsson, nýr ritstjóri Fiskifrétta.

Lesa meira

Metsöluhöfundurinn mætir sjálfur í útgáfuhófið

„Stór og stækkandi hópur lesenda er farinn að bíða eftir bókunum sem hafa komið út á vorin, síðustu tvö ár,“ segir Sigríður Lára Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Bókstafs á Egilsstöðum, en föstudaginn 9. júní gefur forlagið Bókstafur út þriðju bók írska metsöluhöfundarins Marian Keyes.

Lesa meira

Margt líkt milli landa en annað ólíkt

„Við eigum mikla samleið með þessum nágrönnum okkar og það er mikil orka í loftinu um að tengjast betur og fólk er sammála um að miklir möguleikar felist í samstarfi,“ segir Lára Vilbergsdóttir, verkefnastjóri skapandi greina hjá Austurbrú en hún ásamt og Katrínu Jónsdóttur, verkefnastjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands á Djúpavogi, tóku þátt í samnorræna verkefni Start fyrir sutttu.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.