Norðfjarðargöng

Ekkert hik á Norðfjarðargöngum á fjárlögum

Vegamálastjóri segir ekkert til í sögusögnum um að til standi að skera niður fjárveitingar til Norðfjarðarganga. Óvissa er hins vegar um ýmis verkefni í samgöngumálum þar sem milljarðamunur er á samgönguáætlun og fjárlögum.

Lesa meira

Tæpt ár í opnun Norðfjarðarganga

Nú er rúmt ár frá gegnumslagi í Norðfjarðargöngum og að öllu óbreyttu tæpt ár þar til þau verða opnuð. Ýmislegt er ógert þótt gat sé komið í gegnum fjallið.

Lesa meira

Norðfjarðargöng: Vinnu við steypt mannvirki lokið

Lokið var við uppsteypu undirganga á Dalbraut í Eskifirði um miðjan nóvember og innan ganga lauk uppsteypu nú um mánaðarmótin. Með þessum áföngum lauk vinnu við steypt mannvirki í verkinu og er nú verktakinn að ganga frá krana og mótum á svæðinu.

Lesa meira

Lokið við að styrkja í Norðfjarðargöngum

Lokið var við að styrkja Norðfjarðargöng um miðjan janúarmánuð. Hafinn er undirbúningur að uppsetningu vatnsklæðninga á þeim svæðum þar sem einhver leki er úr lofti og veggjum og verður unnið við það á næstu mánuðum.

Lesa meira

Gegnumslag í Norðfjarðargöngum: „Viðbúið að það myndi eitthvað gat opnast“

Klukkan 10:00 í morgun var gegnumslag í Norðfjarðargöngum. Aðeins 7 metrar voru eftir ósprengdir, en hver sprengifæra er 5 metrar. „Það var viðbúið að það myndi eitthvað gat opnast. Þegar það eru bara tveir metrar eftir þá getur þetta látið undan og við bjuggumst við að það yrði hugsanlega gat,“ segir Guðmundur Þór Björnsson, umsjónarmaður framkvæmdanna frá verkfræðistofunni Hnit. 


Efri hluti haftsins féll, en enn stendur eftir hluti veggja. „Núna tekur við að hreinsa þetta út og styrkja það sem búið er að sprengja og snyrta þetta til,“ segir Guðmundur. Að sögn Guðmundar verður skilið eftir smávegis haft fyrir „ráðherrasprenginguna“ í næstu viku, en formleg hátíðarathöfn fer fram þann 25. september næstkomandi klukkan 16.  Þangað til verður unnið að lítilsháttar sprengivinnu í útskotum ganganna. 

Starfsmenn verktaka voru að vonum ánægðir þegar ljóst var að gat hafði opnast í gegn. Mynd: Ófeigur Örn Ófeigsson/Hnit verkfræðistofa

Norðfjarðargöng: Unnið að lokastyrkingum

Það styttist í að vinnu ljúki við lokastyrkingar Norðfjarðarganga, en einungis er eftir að styrkja um 1 kílómetra af þeim 7,5 sem göngin spanna. Þá hefst vinna við steypt mannvirki inni í göngum, auk uppsetningu vatnsklæðninga á lekum svæðum.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.