Out of Place á Skriðuklaustri: Skosk myndbandsverk um náttúru og sögu afskekktra byggða
Í tilefni af Dögum myrkurs verður opið í Gunnarshúsi á Skriðuklaustri um næstu helgi kl. 14-17. Sýnd verða þrjú myndbandsverk sem listamenn unnu í menningarmiðstöðinni Timespan í Helmsdale á austurströnd Skotlands.Verkin fjalla um hinar afskekktu byggðir og náttúruna, m.a. um úlfa sem dóu út á svæðinu fyrir 300 árum. Listamennirnir eru Corin Sworn, Graham Fagen og Dalziel+Scullion og hafa allir tekið þá í Feneyjartvíæringnum.
Frances Davis frá Timespan mun kl. 14 á laugardaginn segja frá verkunum og starfsemi menningarmiðstöðvarinnar sem leggur mikla áherslu á að tengja saman náttúru, sögu og listir í hinum dreifðu byggðum Sutherland.
Boðið verður upp á súkkulaðikökur með meiru hjá Klausturkaffi bæði á laugardag og sunnudag. Nánari upplýsingar er að finna heimasíðunni skriduklaustur.is og Facebooksíðu Skriðuklausturs.