Legend aðalnúmerið á Vegareiði
Rokkhljómsveitin Legend með Krumma Björgvins í broddi fylkingar verður aðalnúmerið á tónleikunum Vegareiði sem haldnir verða í Sláturhúsinu á Egilsstöðum annað kvöld.Tónleikarnir hafa verið haldnir reglulega frá árinu 2005 en á þeim koma fram efnilegar hljómsveitir af Austurlandi í bland við þekkt bönd annars staðar frá. Að þessu sinni er það Legend sem er aðkomusveitin.
Sveitin sendi frá sér sína fyrstu plötu í fyrra sem nefnist Fearless. Hún spilaði á Iceland Airwaves tónlistarhátíðinni í byrjun mánaðarins og á tónleikum í Danmörku um síðustu helgi.
Að auki koma fram Urð og Oni úr Neskaupstað, Sveitabandi og Br.Önd frá Egilsstöðum og Kjerúlfur úr Fljótsdal.
Tónleikarnir hefjast klukkan 20:00 og er frítt inn. Tónleikarnir eru vímulausir og ekkert aldurstakmark nema að hefðbundnar útivistarreglur gilda.