Jólatréð risið við Kaupfélagið: Aldrei verið hærra

jolatre netto 0004 webJólatréð, sem á hverju ári hefur staðið við Kaupfélagið á Egilsstöðum, var reist í gær. Tréð er að þessu sinni fimmtán metra hátt og hefur aldrei verið hærra. Kveikt verður á því á laugardag.

„Tréð mældist 15 metra hátt. Það var 16 metrar en einn var skilinn eftir.Mér skildist á mönnum að hæsta tré til þessa fyrir utan Kaupfélagið hafi verið 14,5 metrar," segir Heiðar Róbert Birnuson, verslunarstjóri í Nettó.

Tréð kemur frá Kristni Kristmundssyni sem jafnan hefur verið kenndur við Videofluguna. Það er 47 ára gamalt.

Kveikt verður á trénu á laugardag. Dagskrá hefst við Nettó klukkan 15:00. Sungin verða jólalög og jólasveinar mæta með glaðning handa börnunum. Ljósin á trénu sjálfu verða svo tendruð klukkan 15:30.

Bílastæðin við stórmarkaðinn verða lokuð að hluta á laugardaginn til að gera svæðið öruggara. Bent er á stæði við N1 og sunnan megin við Kaupfélagið.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar