Barnaguðsþjónusta og aðventukvöld í Valþjófsstaðarprestakalli

fljotsdalsdagur 2012 0074 webBarnaguðsþjónusta verður í Kirkjuselinu í Fellabæ klukkan 11:00 á sunnudag. Kveikt verður á aðventukransinum, barnakór undur. stjórn Drífu Sigurðardóttur syngur. Á eftir verður boðið upp á heitt súkkulaði og piparkökur.

Á miðvikudaginn klukkan 20:00 verður svo aðventukvöld Ássóknar í Fellum í Kirkjuselinu. Þar verður fjölbreytt dagskrá í tali og tónum, meðal annars helgileikur sem TTT-hópurinn flytur, kórsöngur, en ræðumaður kvöldsins verður Sverrir Gestsson. Að dagskrá lokinni verður boðið upp á safa, kaffi og smákökur.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar