LungA og HEIMA tilnefnd til norrænna frumkvöðlaverðlauna

9308854088 d9a930f927 oLungA listahátíðin og á Seyðisfirði var nýverið tilnefnd til skandinavísku KBH verðlaunanna. Fulltrúar hátíðarinnar sóttu ráðstefnu sem verðlaunin voru afhent á í Kaupmannahöfn fyrir skemmstu.

„Auðvitað er það mikill heiður fyrir okkur að hafa hlotið tilnefningu. Það voru mörg flott verkefni í okkar flokkum og æðislega gaman að fá að eyða nokkrum dögum með þeim," segir Björt Sigfinnsdóttir, einn af forsvarsmönnum LungA og Heima.

KBH Awards eru í samstarfi við Yes Awards sem eru á vegum samtaka fyrir ungra verktaka. Á ráðstefnunni í Kaupmannahöfn voru samankomnir 100 verkfræðingar og 50 frumkvöðlar úr ýmsum greinum, þar af tveir fulltrúar frá seyðfirsku verkefnunum tveimur.

Þátttakendum var síðan skipt upp í minni hópa sem leystu ýmsar þrautir í sameiningu. „Þetta var skemmtileg ferð og gaman að fá að hitta fólk frá öllum Norðurlöndunum. Við eignuðumst nýja tengilliði sem að líkindum koma til með að vinna okkur á einn hátt eða annan í framtíðinni."

HEIMA er setur fyrir listamenn og frumkvöðla sem komið hefur verið upp á Seyðisfirði. Menn vinna ýmist sér eða saman í 350 fermetra húsnæði.

LungA hátíðin hefur verið haldin á Seyðisfirði árlega frá árinu 2000. Í sumar voru þátttakendur 130 talsins og velta hátíðarinnar um tuttugu milljónir króna.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar