Jólin alls staðar í austfirskum kirkjum

jolin alls stadar webTónleikaröðin Jólin alls staðar kemur austur á firði um helgina þegar tónleikar verða haldnir í þremur austfirskum kirkjum.

Fyrir hópnum fara söngvararnir Gréta Salóme, Friðrik Ómar, Heiða Ólafs og Jógvan Hansen en þau hafa undanfarna viku verið á ferð á milli kirkna á landsbyggðinni ásamt tónlistarfólki.

Efnisskráin er hátíðleg en í senn skemmtileg og því tilvalin fyrir alla fjölskylduna. Auk þeirra koma fram barnakórar frá hverjum stað fyrir sig.

Tónleikar verða í Egilsstaðakirkju klukkan 21:00 á föstudag, 16:00 á laugardag í Norðfjarðarkirkju og Eskifjarðarkirkju sama dag klukkan 21:00.

Miðasala fer fram á midi.is en einnig verður hægt að kaupa miða við innganginn, svo framarlega sem ekki sé uppselt. Miðaverðið er 3990 krónur.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar