Iðandi mannlíf á jólamarkaði Barra: Myndir

IMG 1406 webÁætlað er að um og yfir 2000 manns hafi lagt leið sína á árlegan jólamarkað Gróðrarstöðvarinnar Barra sem haldinn var í húsnæði félagsins á Valgerðarstöðum í Fellum á laugardag.

Undirstaða markaðarins er sala á jólatrjám frá skógarbændum á Héraði. Fjöldi sjálfstæðra framleiðenda er þar einnig með vörur sínar á boðstólunum og hefur þeim fjölgað ár frá ári.

Bæjarstjórnarmenn af Fljótsdalshéraði buðu íbúum að setjast í sófann hjá sér og ræða málin en hálkuvarnir voru þar ofarlega á dagskrá.

Enn fleiri nýttu tækifærið hins vegar til að hitta aðra og ræða málin.

Myndir: Skarphéðinn G. Þórisson

IMG 1404 webIMG 1410 webIMG 1416 webIMG 1417 webIMG 1420 webIMG 1424 webIMG 1431 webIMG 1437 webIMG 1438 webIMG 1441 webIMG 1452 webIMG 8264 web


Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar