Helgihald í austfirskum kirkjum um jól og áramót
Messað verður í flestöllum kirkjum á Austurlandi um jólin. Hér gefur að líta lista yfir þá viðburði sem verða í kirkjunum um jól og áramót.24. desember, aðfangadagur jóla
Bakkagerðiskirkja: Aftansöngur kl. 17. Prestur sr. Þorgeir Arason, organisti Kristján Gissurarson. (Valdi veður og færð messufalli verður í staðinn messað í kirkjunni á annan í jólum kl. 14.)
Djúpavogskirkja: Aftansöngur kl. 18.
Egilsstaðakirkja: Aftansöngur kl. 18. Prestur sr. Vigfús I. Ingvarsson, organisti Torvald Gjerde. Jólanæturmessa kl. 23. Prestur sr. Vigfús I. Ingvarsson, organisti Torvald Gjerde.
Eiðakirkja: Jólanæturguðsþjónusta kl. 23. Prestur sr. Þorgeir Arason, organisti Kristján Gissurarson.
Eskifjarðarkirkja: Náttsöngur kl. 23:30.
Fáskrúðsfjarðarkirkja: Aftansöngur kl. 18.
Heydalakirkja: Náttsöngur kl. 23.00.
Norðfjarðarkirkja: Aftansöngur kl. 18.
Kirkjuselið í Fellabæ: Helgistund kl. 23. Prestur sr. Lára G. Oddsdóttir, organisti Drífa Sigurðardóttir.
Reyðarfjarðarkirkja: Aftansöngur kl. 18.
Seyðisfjarðarkirkja: Aftansöngur kl. 18. Prestur sr. Sigríður Rún Tryggvadóttir, organisti Sigurbjörg Kristínardóttir.
Stöðvarfjarðarkirkja: Aftansöngur kl. 18
Vopnafjarðarkirkja: Aftansöngur kl. 17.
25. desember, jóladagur
Áskirkja í Fellum: Hátíðarguðsþjónusta kl. 14. Prestur sr. Lára G. Oddsdóttir, organisti Drífa Sigurðardóttir.
Fáskrúðsfjarðarkirkja: Hátíðarstund á Uppsölum kl. 13. Hátíðarmessa í Fáskrúðsfjarðarkirkju kl. 14.
Hofskirkja í Vopnafirði: Hátíðarguðsþjónusta kl. 14.
Kirkjubæjarkirkja: Hátíðarguðsþjónusta kl. 13. Prestur sr. Þorgeir Arason, organisti Magnús Magnússon. Kór Kirkjubæjar- og Sleðbrjótskirkna syngur.
Norðfjarðarkirkja: Hátíðarguðsþjónusta kl. 14.
Seyðisfjarðarkirkja: Hátíðarguðsþjónusta á Sjúkrahúsi Seyðisfj. kl. 13 og í Seyðisfjarðarkirkju kl. 14. Prestur sr. Sigríður Rún Tryggvadóttir, organisti Sigurbjörg Kristínardóttir.
Sleðbrjótskirkja: Hátíðarguðsþjónusta kl. 15. Prestur sr. Þorgeir Arason, organisti Magnús Magnússon. Kór Kirkjubæjar- og Sleðbrjótskirkna syngur.
Valþjófsstaðarkirkja: Hátíðarguðsþjónusta kl. 17. Prestur sr. Lára G. Oddsdóttir, organisti Kristján Gissurarson.
Þingmúlakirkja: Hátíðarguðsþjónusta kl. 14. Prestur sr. Vigfús I. Ingvarsson, organisti Torvald Gjerde.
26. desember, annar í jólum
Berufjarðarkirkja: Hátíðarguðsþjónusta kl. 14.
Egilsstaðakirkja: Hátíðarguðsþjónusta kl. 14 í kirkjunni og á Sjúkradeild Egilsst. kl. 15. Prestur sr. Sigríður Rún Tryggvadóttir, organisti Torvald Gjerde.
Eskifjarðarkirkja: Hátíðarguðsþjónusta kl. 14.
Heydalakirkja í Breiðdal: Hátíðarguðsþjónusta kl. 13.00
Hjaltastaðarkirkja: Hátíðarguðsþjónusta kl. 16. Prestur sr. Vigfús I. Ingvarsson, organisti Suncana Slamning.
Hofteigskirkja: Hátíðarguðsþjónusta kl. 14. Prestur sr. Lára G. Oddsdóttir, organisti Leif Kristján Gjerde.
Norðfjarðarprestakall: Jólaguðsþjónusta í Breiðabliki kl. 10:30.
Reyðarfjarðarkirkja: Hátíðarguðsþjónusta kl. 14
Stöðvarfjarðarkirkja: Hátíðarguðsþjónusta kl. 11.00
Vopnafjarðarkirkja: Fjölskylduguðsþjónusta kl. 14. Börn sýna jólahelgileikinn.
29. desember, sunnud. milli jóla og nýárs
Hofskirkja í Álftafirði: Hátíðarguðsþjónusta kl. 14.
Mjóafjarðarkirkja: Hátíðarguðsþjónusta kl. 11. (Ef veður leyfir).
31. desember, gamlársdagur
Egilsstaðakirkja: Aftansöngur kl. 16. Prestur sr. Sigríður Rún Tryggvadóttir, organisti Torvald Gjerde.
1. janúar, nýársdagur
Vopnafjarðarkirkja: Hátíðarmessa kl. 15.
3. janúar, föstudagur
Egilsstaðakirkja: Jólatónleikar kirkjunnar kl. 20. Kórar kirkjunnar syngja með hljóðfæraleikurum. Stjórnandi Torvald Gjerde. Ókeypis aðgangur.
Kyrrðarstundir í safnaðarheimili Egilsstaðakirkju, Hörgsási 4 alla mánudaga kl. 18.
Opið hús í Kirkjuselinu í Fellabæ alla miðvikudaga kl. 16:00-18:00.