Jólasveinar heimsóttu um áttatíu hús

jolasveinar egs hotturÞeir voru glaðir í bragði jólasveinarnir sem ferðuðust um Egilsstaði á aðfangadag á milli húsa með gjafapakka handa börnunum.

Lagt var snemma af stað enda veðurspáin vond og um 80 hús á heimsóknalistanum. Ansi margir voru vaktir upp við komu sveinanna og flestir, ef ekki allir, nánast glaðir að fá þá í heimsókn.

Jólasveinarnir áttu það til að vaða inn um allt húsið hjá fólki og skoða jólatré með börnunum en þeir gáfu sér einnig góðan tíma í myndatöku.

Meðal þeirra jólasveina sem voru á ferðinni voru Giljagaur, Skyrgámur og Kertasníkir.

Framan af var færð og veður með besta móti en þegar verið var að heimsækja síðustu húsin upp úr hádegi fór að dimma með éljagangi.

Jólasveinarnir kátir við Hettuna. Mynd: Leppalúði

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar