Þverfaglegur danshópur rannsakar mannlífið á Fljótsdalshéraði
Danski danshópurinn Hello Earth hóf í síðustu viku könnun sína á mannlífinu á Fljótsdalshéraði sem standa mun næstu þrjár vikurnar. Áhugasömum er boðið að koma og taka þátt í vinnustofu hópsins á morgun.Hópurinn kemur á vegum Wilderness Dance (Dans í óbyggðum) sem er alþjóðlegt samstarf sem Menningarmiðstöð Fljótsdalshéraðs er þátttakandi í.
Meðlimir hópsins eru fimm og koma frá Brasilíu, Portúgal, Þýskalandi og Danmörku. Bakgrunnur þeirra er fjölbreyttur en innan hópsins má meðal annars finna líffræðing, stjórnmálafræðing, grafískan hönnuð og kokk.
Hópurinn dvelur í Sláturhúsinu en mun verða vel sýnilegur í samfélaginu enda eitt af markmiðum dvalarinnar að rannsaka mannlífið á Egilsstöðum.
Hello Earth leggur mikla áherslu á þátttöku almennings í verkefni sínu. Í því skyni verða haldnar tvær opnar vinnustofur og verður sú fyrri í Sláturhúsinu klukkan 17:00 á morgun.