Bækurnar spændar upp á Borgarfirði: Lestraráskorun ræður lengd vorferðalagsins

bfj lestraratakNemendur í grunnskóla Borgarfjarðar eystri keppast nú við að lesa sem mest. Þeir tóku áskorun kennara skólans en eftir því sem nemendurnir lesa fleiri síður því lengra verður skólaferðalagið í vor.

Sett voru markmið sem eru þannig að nemendur vinna sér inn kílómetra eftir því hversu margar blaðsíður þeir lesa. Þeir kílómetrar verða síðan notaðir til að fara í vorferð þannig að því meira sem lesið er því lengra er hægt að fara í vorferð.

Sem dæmi má nefna að ef allir nemendur skólans lesa samtals 200 blaðsíður þessa daga verður farið í Hjaltastaðaþinghá í vorferð.

Ef allir nemendur skólans lesa samtals 500 blaðsíður þessa daga verður farið allt að 100 kílómetra, til dæmis Egilsstaði eða Hallormsstað.

Ef allir nemendur skólans lesa samtals 2000 blaðsíður verður farið allt að 200 kílómetra, Neskaupstað, Djúpavog eða Vopnafjörð.

Ef allir nemendur skólans lesa samtals 5000 blaðsíður verða farnir allt að 400 kílómetrar, til dæmis alla leið á Akureyri eða Hornafjörð.

Áskorunin hófst í gær og stendur til 30. janúar. Því er víst er að  bækurnar verða spændar upp á Borgarfirði næstu dagana.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar