Gettu betur: VA mætir Kvennó en ME úr leik

va gettubetur jan14 0001 webVerkmenntaskóli Austurlands mætir Kvennaskólanum í Reykjavík í annarri umferð spurningakeppni framhaldsskólanna um næstu helgi. Lið Menntaskólans á Egilsstöðum féll úr leik gegn Fjölbrautarskóla Suðurnesja í gær.

ME tefldi fram nýju liði skipuðu þeim Ingvari Þorsteinssyni, Herdísi Ýr Þórhallsdóttur og Þóri Valgeirssyni. Það mætti sterku liði FSS og var undir 11-14 eftir hraðaspurningarnar.

ME sótti á framan af bjölluspurningum en ekki jafn mikið og á tímabili var haldið þar sem dómarar keppninnar skráðu óvart stig á ME sem Suðurnesjaliðið átti. FSS kláraði svo keppnina í lokin.

Verkmenntaskóli Austurlands sló lið Menntaskólans við Sund úr leik fyrir rúmri viku og var í pottinum þegar dregið var í annarri umferð í gærkvöldi. Það mætir Kvennaskóla Íslands í keppni sem send verður út klukkan hálf tíu að kvöldi laugardagsins 25. janúar. Liðið sem hefur betur þar kemst í sjónvarpshluta keppninnar.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar