Velkomin um borð í skipið ykkar – Myndir
Fjöldi gesta nýtti sér boð um að skoða varðskipið Þór í Seyðisfjarðarhöfn á laugardag. Skipverjar buðu gesti velkomna í skipið þeirra enda Þór í eigu ríkisins.Smíði skipsins hófst í Síle árið 2007 en kom til Íslands haustið 2011. Skipið er 93,8 metra langt og 16 metra breitt. Átján eru í höfn skipsins.
Skipið er á Austfjörðum nú til að sinna eftirliti með loðnuveiðum. Það kom til Seyðisfjarðar frá Reyðarfirði. Eitt af markmiðunum þegar skipið var keypt var að það kæmi við í hverri höfn og yrði þar til sýnis.
Seyðisfjörður var sem fyrr heimsóttur á laugardaginn og var Austurfrétt meðal þeirra sem litu við.