Velkomin um borð í skipið ykkar – Myndir

vardskip thor sfk 0015 webFjöldi gesta nýtti sér boð um að skoða varðskipið Þór í Seyðisfjarðarhöfn á laugardag. Skipverjar buðu gesti velkomna í skipið þeirra enda Þór í eigu ríkisins.

Smíði skipsins hófst í Síle árið 2007 en kom til Íslands haustið 2011. Skipið er 93,8 metra langt og 16 metra breitt. Átján eru í höfn skipsins.

Skipið er á Austfjörðum nú til að sinna eftirliti með loðnuveiðum. Það kom til Seyðisfjarðar frá Reyðarfirði. Eitt af markmiðunum þegar skipið var keypt var að það kæmi við í hverri höfn og yrði þar til sýnis.

Seyðisfjörður var sem fyrr heimsóttur á laugardaginn og var Austurfrétt meðal þeirra sem litu við.

vardskip thor sfk 0001 webvardskip thor sfk 0008 webvardskip thor sfk 0011 webvardskip thor sfk 0014 webvardskip thor sfk 0017 webvardskip thor sfk 0019 webvardskip thor sfk 0026 webvardskip thor sfk 0027 webvardskip thor sfk 0029 webvardskip thor sfk 0030 webvardskip thor sfk 0036 webvardskip thor sfk 0044 web

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar