Leitar að munum sem tengjast Kaupfélaginu Fram

hakon hildebrand 0008 webHákon Guðröðarson, framkvæmdastjóri Hildebrand Hótel, leitar nú dyrum og dyngjum að munum sem bera merki Kaupfélagsins Fram, sem starfaði á Norðfirði, eða samvinnuhreyfingunni. Munirnir eiga að skreyta hótelbar sem opnar innan skamms í húsnæðinu sem hýsti áður aðalstöðvar Fram.

„Við erum að leita að gömlum munum sem tengjast Kaupfélaginu Fram á einn eða annan hátt, sérstaklega hlutum sem merktir eru kaupfélaginu og sögu þess, þar á meðal myndum og skjölum," segir Hákon.

Hann undirbýr nú opnum Hildibrand Hótel að Hafnargötu 2 í miðbæ Neskaupstaðar. Þar voru áður aðalstöðvar Kaupfélagsins fram.

Hótelið verður íbúðahótel með fimmtán íbúðum sem taka 4-8 manns í gistingu. Auk þess verða innréttuð fimm tveggja manna herbergi í gamla bakaríshlutanum.

Á neðstu hæðinni verður Kaupfélagsbarinn, sjávarréttabistró og grill. Barinn opnar væntanlega seinni hluta vors og verður lokahnykkurinn áhótelinu. Þar verður einnig ráðstefnu- og fundaaðstaða.

Það verður sjálft tekið í notkun í áföngum. Tólf íbúðir verða tilbúnar um komandi mánaðarmót en önnur herbergi verða tekin í notkun í kringum páska.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar