Austurfrétt sextugasti vinsælasti vefur landsins
Austurfrétt er í sextugasta sæti yfir 100 vinsælustu vefi landsins samkvæmt árslista Modernusar – samræmdrar vefmælingar, sem birtur var í gær.Samkvæmt listanum heimsóttu að meðaltali 3.936 notendur vefinn í hverri viku. „Við settum aukinn kraft í vefinn síðasta haust og umferð jókst mjög í kjölfarið.
Það er greinilega eftirspurn eftir fréttaflutningi af Austurlandi þannig að við stefnum að því að halda áfram af sama krafti og komast enn ofar á listann á þessu ári," segir Stefán Bogi Sveinsson, markaðsstjóri Austurfréttar.
Samkvæmt tölum Modernusar voru innlit að meðal tali 6.624 á viku og flettingar 24.212.
Til samanburðar má nefna að notendur Austurfréttar voru tæplega 5.500 í síðustu viku. Met var slegið í þar síðustu viku þegar 9.700 notendur heimsóttu vefinn.