Ellefu grunnskólar kynntust prenttækni í Skaftfelli og Tækniminjasafninu - Myndir
Skaftfell – miðstoð myndlistar á Austurlandi hefur síðustu mánuði staðið fyrir fræðsluverkefni fyrir nemendur á miðstigi grunnskóla um Dieter Roth og prenttækni. Um 250 nemendur frá ellefu skólum nýttu sér boðið um vettvangsferð á Seyðisfjörð.Boðið var upp á leiðsögn sýningu með prentverkum eftir Dieter í Skaftfelli og komið við í listsmiðju en eins var Tækniminjasafn Austurlands heimsótt og þar skoðaðar prentvélar frá síðustu öld.
Alls komu ellefu skólar með um 250 nemendur: Brúarárskóli, Fellaskóli, Eskifjarðarskóli, Grunnskóli Fáskrúðsfjarðar, Grunnskóli Breiðdalshrepps, Hallormsstaðarskóli, Egilsstaðaskóli, Nesskóli, Grunnskóli Djúpavogs og Seyðisfjarðarskóla.
Sérstök áhersla var lögð á að koma til skila grunnaðferðum prenttækni og vinnuferli Dieters en hann var sérstaklega lunkinn í að gera tilraunir og vinna að sköpun án þess að gefa sér fyrirfram ákveðna útkomu.
Í listsmiðjunni fengu nemendur að búa til eigið bókverk sem samanstóð af tveimur verkefnum; annars vegar tvíhendisteikningum í anda Dieters og hins vegar stimplaverkefnum þar sem fengist var við afbökun myndmáls og tungumáls.
Á Tækniminjasafninu skoðuðu nemendur prentvélar þar á meðal steinþrykkpressu, djúpþrykkpressu og háþrykkpressu áður í eigu Dieters heitins. Auk þess fengu þau sýnikennslu í prenttækni frá miðri síðustu öld með Intertype setningarvél og Grato press prentvél.
Myndir: Marie Dann