Steingrímur J. mætti óvænt á hreppsnefndarfund

steingrimur j sigfusson me13Hreppsnefndarmenn á Vopnafirði fengu óvæntan gest inn á fund hjá sér um daginn þegar þingmaðurinn Steingrímur J. Sigfússon bankaði upp á. Skipting kostnaðar við Sundabúð og uppbygging í Finnafirði var meðal þess sem bar á góma í stuttu stoppi Steingríms.

„Já, hann var bara að vísitera kjördæmið og kíkti óvænt til okkar á hreppsnefndarfundinn," segir Bárður Jónasson, oddviti Vopnafjarðarhrepps.

Í fundargerð hreppsnefndarinnar segir að formlegur fundur hreppsnefndar hafi verið stöðvaður og viðræður teknar upp við Steingrím þegar hann bar að garði.

„Við ræddum aðallega stöðu Sundabúðar, einkum kostnað sveitarfélagsins er varðar jafnlaunaátakið en við teljum að ríkið eigi að greiða sveitarfélaginu þá uppbót," segir Bárður um samræðurnar við Steingrím.

„Síðan ræddum við aðeins um Bremenport og áætlanir þeirra um uppbyggingu í Finnafirði. Þetta var nú það helsta sem við ræddum í þann stutta tíma sem hann stoppaði. Annars var hann sprækur að vanda."

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar