Tekið upp fyrir Fortitude á Flugvellinum á Egilsstöðum í dag

fortitude flugvollur 0002 webFlugvöllurinn á Egilsstöðum hefur í dag verið sögusvið bresku spennuþáttanna Fortitude sem verið er að taka upp á Austfjörðum. Tökur hófust þar í morgun og munu standa fram eftir degi.

Flugvélar hafa komið og farið um flugvöllinn með farþega samkvæmt áætlun en það umhverfi sem blasir við farþegum er töluvert annað en flesta daga.

Nýjasti hluti flugstöðvarbyggingarinnar sem hýsir farangursbelti og komusal hefur verið lokaður fyrir almennri umferð. Greiðviknir starfsmenn kvikmyndafyrirtækisins Pegasus báru töskurnar hins vegar til komufarþega í dag.

Fyrir þá sem eru að mæta í flug blasir skært ljós við þegar komið er í fordyri flugstöðvarbyggingarinnar. Fánar Fortitude blakta við hún á flugvellinum og svartklæddir menn hafa borið á milli sín stóra vindvél og önnur tæki til að framkalla gjörningaveður.

Farþegar hafa þurft að bíða með að fara út á bílastæði á meðan tökur fara fram og ábúðarfullir menn fara um borð í bíla merkta rannsóknarsetri Fortitude. Austfirskir aukaleikarar eru að auki á þönum fram og til baka fyrir sínar fimm sekúndur af frægð.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar