Austurvarp: Frystihúsið á Reyðarfirði orðið að kvikmyndaveri

petur sigurdsson pegasus 0003 webKvikmyndatökuliðið sem starfar að gerð Fortitude-þáttanna hefur gert gamla frystihúsið á Reyðarfirði að aðalbækistöð sinni. Framleiðslustjóri hjá Pegasus segir íbúa staðarins hafa tekið hópnum „lygilega vel."

„Það voru nokkrar samverkandi ástæður sem urðu til þess að Reyðarfjörður varð fyrir valinu," segir Pétur Sigurðsson, framleiðslustjóri hjá Pegasus.

„Í fyrsta lagi var það útlit bæjarins og stærð hans sem passaði við það sem stóð í handritinu. Þetta átti að vera heimskautabær og með fjöllin hérna á bakvið. Yfirleitt er snjór í þeim og við vonum að það haldist."

Hann bætir því jafnframt við að innviðir bæjarins séu sterkir þótt hann sé ekki fjölmennur og það skipti miklu máli.



Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar