Er VA meðal bestu framhaldsskóla á landinu?

frambodsfundur va 0010 webNemendur í Verkmenntaskóla Austurlands virðast meðal þeirra sem mestum framförum taka í íslenskum framhaldsskólum. Betra virðist vera að bjóða upp á sem fjölbreyttast nám heldur en mikla áherslu á bóknám.

Þetta kemur fram í grein sem kennarinn Ragnar Þór Pétursson ritaði nýverið á Eyjuna þar sem hann reynir að bera saman bestu og verstu framhaldsskóla landsins.

Tvo meginþætti leggur hann til grundvallar. Annars vegar inntökuskilyrði skólanna því sumir krefjast ákveðins árangurs á samræmdum prófum á meðan aðrir eru alveg opnir. Hins vegar árangur nemenda úr skólunum samkvæmt einkunnum úr Háskóla Íslands.

Samkvæmt útreikningum Ragnars Þórs er VA fimmti besti framhaldsskóli landsins, miðað við framfarir nemenda frá fyrsta árinu í skólanum þar til þeir eru komnir upp í háskólanám.

Ragnar Þór tekur fram að aðferðafræði hans standist ekki endilega strangar vísindalegar kröfur þótt hún kunni að gefa ákveðnar vísbendingar.

Niðurstaða hans er að sérsniðnir það kerfi að „sérsniðnir bóknámsskólar velji sterkustu bóknámsnemendur inn í skólann með því að miða við tiltekin kjarnafög skilar sér ekki í því að slíkir nemendur viðhaldi eða auki forskot á jafnaldra sína.

Þeir nemendur sem ná mestum framförum eru nemendur þeirra skóla sem reyna að bjóða upp á fjölbreytt nám með mörgum námsleiðum."

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar