Keppt í pönnukökubakstri á opnum dögum í ME
![ponnukokubakstur me 0015 web](/images/stories/news/2014/ponnukokubakstur_me/ponnukokubakstur_me_0015_web.jpg)
Á þriðjudag og miðvikudag var venjuleg kennsla felld niður en nemendur gátu valdið sér smiðjur eftir sínu áhugasviði.
Nemendur fengu til dæmis tækifæri til að fara í skíðaferðalag, gönguferðir, nudd og jóga, tefla og spila læra að flétta og farða, prjóna og hekla og kynnast hugrænni athyglismeðferð, svo dæmi séu tekin.
Íþróttamót skólans „Bæjarins bestu" var haldið á þriðjudagskvöld en þar er nemendum skipt í lið eftir því hvaðan þeir koma.
Opnu dögunum lauk svo á kaffihúsakvöldi í gær þar sem ýmis skemmtiatriði voru á dagskrá auk þess sem afrakstur námskeiða daganna var sýndur og veitt viðurkenningar þar sem það átti við.
![ponnukokubakstur me 0002 web](/images/stories/news/2014/ponnukokubakstur_me/ponnukokubakstur_me_0002_web.jpg)
![ponnukokubakstur me 0016 web](/images/stories/news/2014/ponnukokubakstur_me/ponnukokubakstur_me_0016_web.jpg)
![ponnukokubakstur me 0020 web](/images/stories/news/2014/ponnukokubakstur_me/ponnukokubakstur_me_0020_web.jpg)
![ponnukokubakstur me 0022 web](/images/stories/news/2014/ponnukokubakstur_me/ponnukokubakstur_me_0022_web.jpg)