Tvíburabæir: Söguganga um Melbu á Seyðisfirði - Myndir

twin city6Listasýningin Tvíburabæirnir eða „Twin City" stendur yfir á Seyðisfirði og í Melbu í Noregi um þessar mundir. Á sunnudag var boðið upp á leiðsögn um norska bæinn á Seyðisfirði.

Sýningin er samvinnuverkefni þriggja norrænna listamanna en Seyðfirðingurinn Pétur Kristjánsson er einn þeirra og leiddi gönguna.

Margt þykir líkt með bæjunum tveimur. Þeir byggðust upp á svipuðum tíma, einn athafnamaður var drifkrafturinn á hvorum stað og byggingar í þeim þykja um margt líkar.

Gangan hófst við Hafnarvog en síðan var gengið eftir aðalgötunni yfir torgið hjá grunnskólanum, þaðan yfir brúna og endað fyrir framan kirkjuna.

Á leiðinni eru skilti með sögu Melbu og myndum af húsum þaðan er varpað á hús á Seyðisfirði sem þykja líkjast þeim norsku. Í Melbu eru síðan myndir frá Seyðisfirði.

„Það skapaðist mikil umræða um sögu þessara bæja í göngunni," segir Örvar Jóhannsson, fréttaritari Austurfréttar á Seyðisfirði sem fór með í gönguna. „Maður þarf eiginlega að gera sér ferð til Noregs til að skoða sögu Seyðisfjarðar!"

Sýningin stendur til laugardags.

twin city1twin city2twin city3twin city4twin city5twin city6

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar