Áhöfnin á Húna hlaut Eyrarrósina

eyrarrosin 0040 webÁhöfnin á eikarbátnum Húna II hlaut um helgina Eyrarrósina fyrir framúrskarandi menningarstarfsemi á landsbyggðinni. Dorrit Moussaieff, forsetafrú, afhenti viðurkenninguna í Skaftfelli á Seyðisfirði á laugardag.

„Við erum rosa stolt af því að hljóta þessi verðlaun eftir skemmtilegt sumar og skemmtilegt samstarf þar sem ólíkir hópar mættust í ferð um landið," sagði Jón Þór Þorleifsson, titlaður túrpabbi.

Áhöfnin á Húna er samstarfsverkefni tónlistarmanna og Hollvina Húna II. Áhafnirnar sigldu hringinn í kringum landið í sumar og héldu 16 tónleika í sjávarbyggðum landsins.

Í umsögn um verðlaunaafhendinguna segir að Húni II hafi undanfarin ár vakið athygli fyrir áhugavert starf í menningartengdri ferðaþjónustu og samstarfið við tónlistarfólkið hafi verið liður í að efla það enn frekar.

„Við fórum í gegnum veður og vind og ultum saman," sagði Víðir Benediktsson, skipstjóri á Húna II við verðlaunaafhendinguna.

Auk Húna, sem gerður er út frá Akureyri, voru Verksmiðjan á Hjalteyri og Skrímslasetrið á Bíldudal tilnefnd til verðlaunanna.

Verksmiðjan og Skrímslasetrið hlutu hvort um sig 300.000 krónur og flugferðir innanlands frá Flugfélagi Íslands. Áhöfnin á Húna hlaut Eyrarrósina, 1.650.000 krónur og flug­ferðir frá Flugfélagi Íslands.

Eyrarrósin er veitt framúrsskarandi menningarverkefni á starfssvæði Byggðastofnunar í samvinnu við Listahátíð í Reykjavík. Skaftfell hlaut verðlaunin í fyrra og var rósin því afhent þar í ár.

eyrarrosin 0092 webeyrarrosin 0098 webeyrarrosin 0111 web

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar