Aukin hæfni til starfa og gæðamál: Málþing um framhaldsfræðslu

austurbru logoMiðvikudaginn 26. febrúar nk. frá kl. 09:15 – 17:00 standa fjórar símenntunarmiðstöðvar og mennta- og menningarmálaráðuneyti fyrir málþingi um framhaldsfræðslu á Hótel Héraði á Egilsstöðum. Málþingið er opið öllum sem áhuga hafa á aukinni hæfni til starfa og gæðamálum.

Fjöldi erinda verður á málþinginu. Má þar nefna umfjöllun um nám til að auka hæfni til starfa í atvinnulífinu, gæðamál í framhaldsfræðslu og gæðastjórnun í atvinnulífinu auk þess sem sagðar verða reynslusögur bæði úr atvinnulífinu og skólakerfinu af framhaldsfræðslu.

Það eru fjórar símenntunarstöðvar; Austurbrú, Þekkingarnet Þingeyinga, Farskólinn og Framvegis, sem standa að málþinginu í samvinnu við mennta- og menningarmálaráðuneytið, en það er liður í Evrópuverkefni MRN - Lifelong learning programme – Að styrkja fullorðinsfræðslu á Íslandi.

Hægt er að skrá sig á málþingið með því að senda tölvupóst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða með því að hringja í síma 470-3800. Skráningafrestur er til 19. febrúar.

Dagskrá:
09:00 Kaffisopi og skráning.
09:15 Setning málþings: Ólafur Grétar Kristjánsson, deildarsérfræðingur, mennta- og menningarmálaráðuneytinu.
09:30 Íslenski hæfniramminn – þrepaskipting náms: Þórdís Guðmundsdóttir, verkefnastjóri, mennta- og menningarmálaráðuneytinu.
09:50 Nýjar námskrár. Nám til að auka hæfni til starfa í atvinnulífinu – tengingar við hæfnirammann. Halla Valgeirsdóttir, sérfræðingur frá Fræðslumiðstöð atvinnulífsins.
10:10 Verkfærni í framleiðslu hjá Marel. Anney Þórunn Þorvaldsdóttir, verkefnastjóri, Mími – símenntun.
10:30 Kaffi
10:50 Aukin hæfni – starfstengt nám. Aðalheiður Sigurjónsdóttir, ráðgjafi hjá Mími – símenntun.
11:10 Nám er vinnandi vegur, reynsla framhaldsskóla. Sesselja Pétursdóttir, náms- og starfsráðgjafi, Fjölbrautaskólanum í Breiðholti.
11:30 Reynslusaga. Nemandi úr Nám er vinnandi vegur.
11:40 Menntastoðir. Særún Rósa Ástþórsdóttir, verkefnastjóri hjá Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum.
12:00 Reynslusaga. Nemandi úr Menntastoðum.
12:10 Hádegismatur
13:00 Kröfur um gæðastarf í framhaldsfræðslu. Ólafur Grétar Kristjánsson, deildarsérfræðingur, mennta- og menningarmálaráðuneytinu.
13:30 Þróun gæðastarfs og viðmiða í framhaldsfræðslu. Guðfinna Harðardóttir frá Fræðslumiðstöð atvinnulífsins.
14:00 Gildi gæðastjórnunar í atvinnulífinu. Agnes Hólm Gunnarsdóttir, sérfræðingur hjá Alcoa.
14:30 Gæðamál í framhaldsfræðslu – frá sjónarhóli úttektaraðila. Bergþór Þormóðsson, úttektaraðili hjá BSI. Reynsla af notkun og úttekt EQM meðal
símenntunarstöðva á Íslandi.
15:00 Kaffi.
15:20 Reynsla af innleiðingu og notkun gæðakerfis í símenntunarstarfi. Óli Halldórsson forstöðumaður Þekkingarnets Þingeyinga.
15:50 Gæðastarf og –kerfi í skólakerfinu. Hróbjartur Árnason, lektor í kennslufræði fullorðinna hjá Háskóla Íslands.
16:20 Samantekt.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar