Hönnunarsamkeppni um lyklakippu með austfirska drekanum

list an landamaera 1List án landamæra á Austurlandi 2014 efnir til samkeppni um hönnun á lyklakippu fyrir Austurland sem sækir innblástur til landvættis Austurlands, dreka sem ver fjórðunginn fyrir ágangi. Höfundur verðlaunahugmyndarinnar hlýtur 70.000 krónur í verðlaun. Keppnin er öllum opin.

Í Heimskringlu er landvætti Austurlands sem lýst er sem dreka, ógurlegum óvætti sem fylgt er af eitruðum ormum, pöddum og eðlum. Sérstök áhersla verður lögð á að hægt sé að framleiða lyklakippuna úr staðbundnum hráefnum frá Austurlandi.

Höfundur þeirrar hugmyndar sem þykir skara fram úr hlýtur 70.000 kr. í verðlaun. Einnig mun Austurbrú veita viðkomandi ráðgjöf um að koma lyklakippunni í framleiðslu og sölu en sá hluti er alfarið á forræði höfundar. Þá verða veittar viðurkenningar fyrir annað og þriðja sæti.

Keppnin er öllum opin og vonast er til að sem flestir taki þátt og að fjöldi fjölbreyttra og skemmtilegra tillagna berist. Hægt verður að skrá sig til þátttöku dagana 20.-28. febrúar nk. með því að senda tölvupóst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.. Þátttakendur fá þá sendar samkeppnisreglur.

Tillögum skal skilað fyrir kl. 12:00 þriðjudaginn 22. apríl 2014 í lokuðu umslagi merkt Hönnunarsamkeppni List án landamæra á Bæjarskrifstofur Fljótsdalshéraðs, Lyngási 12, 700 Egilsstaðir. Í umslaginu skal vera annað lokað umslag merkt Dulnefni með réttu nafni höfundar, heimilisfangi og síma. Tillögum skal skilað í formi teikninga og frumgerð lyklakippunar (nánari uppl. eru í samkeppnisreglum).

Sýning á öllum innsendum tillögum fer fram í Sláturhúsinu á Egilsstöðum – Menningarmiðstöð frá 10. maí til 24. maí. Úrslit samkeppninnar verða tilkynnt 26. maí í Sláturhúsinu. Aðalstyrktaraðili keppninnar er Brúnás-innréttingar.

Frá List án landamæra 2013. Mynd: Stefán Bogi Sveinsson

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar