Dýrin í Hálsaskógi sýnd á árshátíðinni – Myndir
Yngstu bekkir Egilsstaðaskóla sýna leikverkið Dýrin í Hálsaskógi á árshátíð skólans í dag. Bekkirnir skipta með sér köflum í leikritinu.Verk Torbjarnar Egner um Mikka ref, Lilla klifurmús og samlíf allra hinna dýranna í Hálsaskóginum er löngu orðið sígilt.
Það eru fyrsti, annar og þriðji bekkur sem setja leikverkið upp. Hver bekkur tekur sinn hluta í sýningunni og því fara nokkrir leikarar með hlutverk persóna á borð við Mikka og Lilla.
Bekkirnir þrír sameinast síðan á sviðinu í lokin þegar afmælissöngur Bangsapabba er sunginn.
Austurfrétt leit við á síðustu æfingunni í morgun.