150 krakkar tóku þátt í knattspyrnuakademíu Tandrabergs
Um 150 krakkar víðs vegar af Austurlandi tóku þátt og skemmtu sér vel á æfingum og fyrirlestrum á knattspyrnuakademíu Tandrabergs, sem haldin var í Fjarðabyggðarhöllinni á Reyðarfirði um síðustu helgi. Þjálfarar Fjarðabyggðar/Leiknis stýrðu æfingum auk nokkurra gestaþjálfara og leikmanna sem komu að þessari akademíu.
Ber þar helst að nefna Bjarna Jóhannsson þjálfara Stjörnunnar, Sigurð Ragnar Eyjólfsson þjálfari A-landsliðs kvenna, Halldóru Sigurðardóttur þjálfari HK/Víkings, Helga Ásgeirsson yfirþjálfara Hattar, Magnús Má Jónsson dómarastjóra KSÍ, Halldór H. Jónsson leikmann Fram og Sonju B. Jóhannsdóttur leikmann KR.
Fjarðabyggð/Leiknir vill þakka krökkunum fyrir komuna og öllu þessu góða fólki fyrir vel unnin störf og ekki síst þeim sjálfboðaliðum sem lögðu hönd á plóginn.