Sunna Ross sigraði í Barkanum – Myndir
Sunna Ross, nítján ára frá Eiðum, sigraði í Barkanum, söngkeppni Nemendafélags Menntaskólans á Egilsstöðum sem haldin var fyrir skemmstu. Sunna keppir þar með fyrir hönd NME í Söngkeppni framhaldsskólanna síðar í vor.Þrettán fjölbreytt atriði voru skráð til leiks en Sunna var sigurvegari kvöldsins því auk þess að sigra í aðalkeppninni hlaut hún verðlaun fyrir besta atriði að mati áhorfenda. Hún söng lagið „I Put a Spell on You" sem hvað þekktast er í flutningi Ninu Simone.
Í öðru sæti yrðu Lilja Iren Gjerde og Heiðdís Sigurjónsdóttir með flutningi sínum á „I See Fire" með Ed Sheeran og í því þriðja Unnar Ari Hansson og Ísar Tandri Hlynsson sem fluttu „Úlfur, Úlfur" eftir McGauta.
Norðfirðingurinn Daníel Geir Hjörvarsson Mortiz var kynnir keppninnar en brandarar hans um Norðfirðinga vöktu mikla lukku í salnum.
Þó má segja að senuþjófur kvöldsins hafi berið brunabjallan í Valaskjálf. Reykvélin var mikið notuð í laginu „Final Countdown" sem Steinar Atli Hlynsson lauk. Afleiðingar þess urðu að þær að brunakerfið fór ítrekað í gang í næsta lagi á eftir og varð að því loknu gert hlé á keppninni á meðan salurinn var reykræstur.
Bjölluhljómurinn endurtók sig síðar eftir að reykvélin var gagnsett. Því var kannski viðeigandi að hún gætti lokatónana því hún fór enn einu sinni í gang um leið og síðasta nótan dó út í endurflutningi Sunnu á sigurlaginu.