Fundað um Samfélagsdaginn í kvöld

samfelagsdagur 8 totOpinn fundur verður um Samfélagsdaginn á Fljótsdalshéraði í Hlymsdölum klukkan 20:00 í kvöld. Á fundinum verður leitað eftir heppilegum verkefnum fyrir Samfélagsdag sem stefnt er á að halda 17. maí.

Markmið dagsins er að virkja íbúa sveitarfélagsins til þátttöku í sjálfboðaliðaverkefnum. Um leið er vonast til að dagurinn geti orðið skemmtilegur og árangursríkur, skapað samstöðu og stemmningu meðal íbúanna og skilað öllum betra samfélagi.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar