Grillað fyrir kvikmyndatökuliðið í blíðunni um helgina
![fortitude motuneyti web](/images/stories/news/2014/fortitude_motuneyti_web.jpg)
„Þessi frábæri hópur er að borða hjá okkur á nánast öllum tíma sólarhrings, starfsfólk Lostætis er að sinna þessu frábærlega og allir leggjast á eitt við að gera þetta vel og vandlega," segir Árni Már Valmundarson, rekstrarstjóri Lostætis á Austurlandi.
Lostæti sér vanalega um mötuneyti Alcoa Fjarðaáls en hefur bætt við sig kvikmyndatökuliðinu. Matsalur er í gamla frystihúsinu á Reyðarfirði þar sem bækistöðvar liðsins eru.
Um helgina var breytt út af vananaum þegar atriði var tekið út í Hólmum á Reyðarfirði þegar starfsfólk Lostætis mætti þangað með grill og skellti upp veislu.
„Þetta verður eflaust eftirminnileg veisla. Þarna voru allir hressir og nutu veðurblíðunnar við sjóinn," segir Árni.
Tökuliðið var í morgun við upptökur á Fjarðarheiði.
Mynd: Lostæti