Tendra ljós í minningu Einars Þórs í kvöld
![egilsstadakirkja](/images/stories/news/umhverfi/egilsstadakirkja.jpg)
Sviplegt andlát Einars Þórs hefur fengið mjög á samfélagið. Í tölvupósti sem gengið hefur manna á milli á Egilsstöðum um helgina eru íbúar hvattir til að tendra ljós við hús sín í kvöld til að sýna fjölskyldu Einars Þórs samhug og minna á fólk á hversu mikilvægt sé að standa saman og hlúa vel hvert að öðru „með því að lýsa upp tilveru náungans."
Gengið er út frá því að ljósin verði kveikt klukkan 20:00 í kvöld.
Útför Einars Þórs fer fram frá Egilsstaðakirkju á morgun.