Tendra ljós í minningu Einars Þórs í kvöld

egilsstadakirkjaÍbúar á Egilsstöðum hyggjast tendra ljós við hús sín í kvöld, sunnudag, til minningar um hinn nítján ára gamla Einar Þór Jóhannsson, sem féll frá langt fyrir aldur fram um síðustu helgi.

Sviplegt andlát Einars Þórs hefur fengið mjög á samfélagið. Í tölvupósti sem gengið hefur manna á milli á Egilsstöðum um helgina eru íbúar hvattir til að tendra ljós við hús sín í kvöld til að sýna fjölskyldu Einars Þórs samhug og minna á fólk á hversu mikilvægt sé að standa saman og hlúa vel hvert að öðru „með því að lýsa upp tilveru náungans."

Gengið er út frá því að ljósin verði kveikt klukkan 20:00 í kvöld.

Útför Einars Þórs fer fram frá Egilsstaðakirkju á morgun.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar