Sumarmálagleði í Hjaltalundi
Kvenfélagið Björk í Hjaltastaðaþinghá stendur á morgun fyrir sinni árlegu sumargleði. Meðal skemmtiatiðra verða gamanmál, listsýning og brot úr leiksýningu.Bryddað verður upp á þeirri nýbreytni að heiðra gömlu sveitaskáldin. Fyrstur í röðinni verður Björn A.Ágústsson, fyrrum bóndi á Móbergi, en dóttir hans, Kristjana Björnsdóttir segir frá honum og fer með gamanmál eftir hann.
Boðið verður upp á ljóðalestur, söng og fleira auk þess sem flutt verður atriði úr leikritinu Gull í Tonn eftir Ásgeir Hvítaskáld sem Leikfélag Fljótsdalshérað frumsýnir í Valaskjálf í næstu viku.
Búið er að skreyta veggi Hjaltalundar með málverkum eftir Fjólu Sigurðardóttur, listakonu á Egilsstöðum. Félagsheimilið þarfnast viðgerðar og til styrktar því selur kvenfélagið tækifæriskort.
Dagskráin hefst klukkan 20:30.