Kynning á notkun hitamyndavéla og leiðum til orkusparnaðar í Neskaupstað

hitamyndir 0027 webFélagsskapur sem kallar sig Orkuboltana stendur fyrir fyrirlestri í Neskaupstað í dag um hvernig nota má hitamyndavélar til að greina varmatap í húsum og spara orku. Fyrirlesari en Baldvin Harðarson frá Hitamyndum í Færeyjum.

Baldvin myndaði í haust 22 íbúðarhús í Fljótsdal en hann vann það verkefni í samstarfi við Orkusetur. Markmiðið er að greina hvar varmi tapast úr húsunum þannig að hægt sé að grípa til aðgerða og spara hitunarkostnað.

Baldvin kynnti niðurstöður úttektar sinnar á fundi í Fljótsdal í gær og mun fara aftur yfir þær og fleira í Neskaupstað í dag.

Með honum í för er Áki Mortensen sem selt hefur varmadælur í Færeyjum í áratug.

Fyrirlesturinn verður í fyrirlestrastofu í Verkmenntaskóla Austurlands og hefst klukkan 16:00.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar