Hammondhátíð hefst í kvöld: Metsala á miðum

img 0701 webHammond-hátíðin á Djúpavogi verður sett í kvöld þegar á svið stíga á svið RockStone frá Grunnskóla Djúpavogs, Vax og Mono Town. Hátíðarstjórinn segir miðasölu aldrei hafa gengið betur.

„Það er búið að opna Öxi og hálkuverja í drasl, veðurspáin er flott fyrir helgina þannig að það er allt tilbúið í að hátíðin verði sett í kvöld," segir hátíðarstjórinn Ólafur Björnsson.

Síðan rekur hver viðburðurinn annan. Skonrokk verður aðalnúmerið á Hótel Framtíð annað kvöld og Todmobile á laugardagskvöld. Raggi Bjarna kemur síðan fram á lokatónleikunum í Djúpavogskirkju á sunnudag.

Þá verða ýmsir viðburðir utan dagskrár um helgina. Meðal annars verða leikararnir Rúnar Freyr Gíslason og Steinunn Ólína Þorvarðardóttir með fyrirlestur og létt spjall í kirkjunni klukkan 11 á sunnudagsmorgun sem ber yfirskriftina „Edrúlífið – lífið án áfengis."

Ólafur segir að þrátt fyrir metsölu á miðum á hátíðina í ár sé enn hægt að nálgast miða á midi.is eða á Hótel Framtíð.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar